Þrjú Weinstein-mál til saksóknara

Lögreglan í Los Angeles hefur afhent ríkissaksóknara þrjú mál þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um kynferðislegt ofbeldi.

„Þremur málum var skilað til okkar 1. febrúar af lögreglunni í Los Angeles vegna Weinstein og þau eru til skoðunar,“ sagði Greg Risling, talsmaður ríkissaksóknara, í yfirlýsingu.

Einnig er talið að saksóknari sé með á sínu borði tvö önnur mál gegn Weinstein sem lögreglan í Beverly Hills skilaði af sér.

Harvey Weinstein ásamt tískuhönnuðinum Georgina Chapman í febrúar í fyrra.
Harvey Weinstein ásamt tískuhönnuðinum Georgina Chapman í febrúar í fyrra. AFP

Tugir leikkvenna í Hollywood, þar á meðal Ashley Judd, Gwyneth Paltrow, Kate Beckinsale og Salma Hayek, hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi.

Sú síðasta til að stíga fram er leikkonan Uma Thurman, sem hefur leikið í myndum á borð við Pulp Fiction og Kill Bill sem kvikmyndaver Weinsteins, Miramax, framleiddi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert