Hvetur fólk til að sýna þolinmæði

Kim og Trump.
Kim og Trump. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa ekki heyrt frá yfirvöldum í Pyongyang vegna fyr­ir­hugaðs fund­ar á milli Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur fólk til að sýna þolinmæði.

„Það tekur tíma að ákveða staðsetningu og hvert umfang fundarins verður. Við höfum ekki heyrt aftur frá Norður-Kóreu en gerum ráð fyrir því að heyra eitthvað,“ sagði Tillerson í dag.

„Allir vilja svör spurningum í tengslum við þetta mál en ég get bara sagt fólki að anda rólega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert