Öryggisráðið ræðir ástandið á Gaza

Ástandið er afar eldfimt á svæðinu.
Ástandið er afar eldfimt á svæðinu. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda fund fyrir luktum dyrum í dag til að ræða atburði dagsins á Gaza, en þar sló í brýnu á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna með þeim afleiðingum að minnst 15 Palestínumenn féllu. 

Þetta eru verstu átök sem hafa brotist út frá stríðsátökunum 2014. 

Yfirvöld í Kúveit óskuðu eftir því að fundurinn yrði haldinn, og mun hann fara fram kl. 18:30 að staðartíma í New York í dag (kl. 22:30 að íslenskum tíma). Um er að ræða óformlegar viðræður þar sem ríkin sem eiga sæti í öryggisráðinu muni fara yfir stöðu mála á Gaza almennt í Mið-Austurlöndum. 

Átök brutust út í dag er tugþúsndir íbúa á Gaza gengu að landamærunum að Ísrael til að mótmæla. Fimmtán Palestínumenn létust og mörg hundruð særðust. 

Ísraelsher skaut m.a. táragasi á fólkið til að dreifa fjöldanum.
Ísraelsher skaut m.a. táragasi á fólkið til að dreifa fjöldanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert