Öryggisráðinu mistókst að taka á árásunum

Neyðarfundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir.
Neyðarfundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti aðildarríki öryggisráðs SÞ til að sýna stillingu og koma í veg fyrir  ástandið í Miðausturlöndum stigmagnaðist. Sagðist hann jafnframt harma það að öryggisráðinu hefði mistekist að komast að niðurstöðu um hvernig bregðast ætti við beitingu efnavopna í Sýrlandi. BBC greinir frá.

„Það er engin hernaðarlausn til ástandinu, lausnin verður að vera pólitísk,“ sagði hann og lagði áherslu á það að aðildarríkin fylgdu stefnu Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við alþjóðalög.

Rússar fordæma árásina en Bandaríkin standa á sínu

Sendiherra Rússlands hjá SÞ, Vassilí Nebenzia, sakaði Bandaríkin og bandamenn þeirra um að standa með uppreisnarhópum í Sýrlandi og fara á skjön við alþjóðalög. „Það er áhugavert hvað Bretland og Frakkland munu hugsa þegar þau átta sig á því að þau hafa brotið alþjóðalög með því að vísa í stjórnarskrá Bandaríkjanna.“

Rússar dreifðu ályktunartilllögu þar sem hvatt er til þess að hernaðaraðgerðirnar gegn Sýrlandi í morgun verði fordæmdar. En sendiherra Breta í öryggisráðinu sagði, að árásirnar hefðu bæði verið réttmætar og löglegar. 

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði árásina hafa átt rétt á sér og sakaði Rússa um að halda fram villandi upplýsingum. „Við gáfum ríkjasamskiptum tækifæri eftir tækifæri,“ sagði hún, en að Rússar hefðu staðið í vegi fyrir aðgerðum gegn efnavopnum Sýrlands sex sinnum í öryggisráðinu

„Við getum ekki setið hjá meðan Rússland rústar þeim alþjóðlegu gildum sem við stöndum fyrir,“ sagði Haley. „Neitunarvald Rússa var notað til þess að gefa grænt ljós á að Assad notaði efnavopn.“

Hún sagði afstöðu Bandaríkjanna til ástandsins í Sýrlandi ekki hafa breyst, en að Sýrland hafi neytt þau til að grípa til aðgerða með notkun efnavopna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert