Gætu leitt til upplausnar

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í samtali við Hassan Rouhani, forseta Íran, að frekari loftárásir á Sýrland myndu leiða til upplausnar í alþjóðsamskiptum.

Forsetarnir ræddu saman símleiðis samkvæmt Reuters fréttastofunni. Þar kemur fram að forsetarnir hafi verið sammála um að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafi minnkað möguleikann á pólitískri lausn í Sýrlandi.

„Pútín lagði mikla áherslu á að ef aðgerðir sem brytu í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna þá myndu þær að endingu leiða til upplausnar,“ hefur rússneska fréttastofan eftir valdhöfum í Rússlandi.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti fundaði með rússneskum þingmönnum í Damaskus um helgina. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Sýrlands sagði Assad að ástæður loftárásanna væru lygi; það væri logið upp á Sýrland og Rússland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert