„Hreinræktað blóðbað“

Tíu létust og 15 slösuðust þegar Kanadamaðurinn Alek Minassian, 25 ára, ók á vegfarendur í miðborg Toronto í gær. „Hreinræktað blóðbað,“ segir yfirlæknir á gjörgæslu sjúkrahússins sem tók á móti tíu fórnarlömbum af vettvangi. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segir lögreglustjórinn í Toronto borgina örugga. 

Minassian er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið sendibifreið, sem hann hafði leigt, á vegfarendur sem voru að fara yfir götuna, síðan ók hann bifreiðinni upp á gangstétt þar sem hann ók fólk vísvitandi niður.

AFP

„Einn af öðrum, einn af öðrum,“ hefur New York Times eftir vitni sem rætt var við. „Guð minn góður ég hef aldrei séð neitt eins og þetta áður. Mér varð óglatt,“ bætti hann við.

Að sögn lögreglustjórans í Toronto, Mark Saunders, bendir ekkert til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða þrátt fyrir að ekið hafi verið viljandi á fólkið. Fátt er vitað um Minassian annað en að hann er úr úthverfi Toronto, Richmond Hill, og hefur ekki komist í kast við lögin áður. Saunders segir að augljóst sé að hann ók vísvitandi á fólk en ekki sé vitað hvað honum gekk til. 

Minassian sýndi mótþróa þegar hann var handtekinn og þegar lögreglan varaði hann við því að hann yrði skotinn ef hann legðist ekki niður. „Skjóttu mig í höfuðið,“ svaraði Minassian. Hann var síðan handtekinn án þess að nokkru skoti væri hleypt af.

 

Frá Toronto í gær.
Frá Toronto í gær. AFP
Bifreiðin sem notuð var við árásina.
Bifreiðin sem notuð var við árásina. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...