Loftárás felldi stuðningsmenn Assads

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í rúmlega sjö ár.
Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í rúmlega sjö ár. AFP

Loftárásir voru gerðar í nótt á skotmörk tengd sýrlenska hernum og er talið að tæplega þrjátíu hafi fallið úr hópi vopnaðra stuðningssveita stjórnarhersins, m.a. Íranar. Herinn segir að árásir hafi verið gerðar á byggingar í héruðunum Hama og Aleppo. Hann gaf ekkert upp um mannfall en samkvæmt upplýsingum eftirlitssamtakanna The Syrian Observatory for Human Rights féllu fjórir Sýrlendingar og 22 útlendingar, aðallega Íranar. 

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkin, Bretland, Frakkar og Ísraelar hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi á síðustu vikum, m.a. á svæði þar sem efnavopn voru talin geymd. 

Frétt BBC.

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...