Navalny sleppt úr haldi

Navalny var handtekinn skömmu eftir að hann tók til máls …
Navalny var handtekinn skömmu eftir að hann tók til máls á mótmælunum í gær. AFP

Rúss­neska stjórn­ar­and­stæðing­num, Al­ex­ei Navalny, sem hand­tek­inn var í Moskvu í gær á mótmælum vegna embættistöku Vladimir Pútín á mánudag, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Pútín tekur við embætti forseta Rússlands í fjórða sinn á morgun, en mótmælt var í að minn kosti 26 borgum í Rússlandi í gær. Navalny mun koma fyrir dómara í næstu viku vegna málsins, að sögn lögmanns hans. AFP-fréttastofan greinir frá.

Navalny, sem var meinað að bjóða sig fram í for­seta­kosn­ing­um Rúss­lands, hafði boðað alla Rússa til mót­mæla vítt og breitt um landið und­ir slag­orðinu „Ekki okk­ar Tsar.“ Var slag­orðinu ætlað að vísa til þess að Pútín er sagður hafa aflað sér víðtæk völd. Navalny var hins vegar handtekinn skömmu eftir að hann tók til máls á mótmælafundinum á Pushkin-Torgi. Alls voru yfir 1.600 mótmælendur handteknir í gær.

Í Twitter-færslu sem hann birti eftir að honum var sleppt sagði hann augljóst að gefin hefðu verið fyrirmæli um að ekki ætti að fangelsa hann fyrir en eftir innsetninguna á mánudag. Greindi hann einnig frá því að hann væri sakaður um að hafa boðað til fjöldafundar í leyfisleysi og að hafa veitt lögreglu mótspyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert