Hörð gagnrýni á May

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, varar við því að hætta sé á að Bretland festist á sporbaug Evrópusambandsins og gagnrýndi það hvernig forsætisráðherra Bretlands, Thersea May, tekur á Brexit-málum. Svo geti verið að Bretum reynist þrautin þyngri að komast undan tollabandalaginu. Breskir fjölmiðlar fjalla í dag um ummæli sem ráðherrann lét falla í einkakvöldverði í vikunni.

Hann óttast að vegna óróans sem fylgi útgöngu megi búast við versnandi stöðu ríkissjóðs en ummælin lét hann falla í kvöldverðarboði Conservative Way Forward. Um 20 gestir voru viðstaddir kvöldverðinn. Þar lýsti Johnson einnig aðdáun sinni á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann sagði að ef Trump væri við völd, ekki Theresa May, myndi kannski eitthvað gerast.

BBC

Guardian

Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert