Bæði sarín- og klórgas notað í árásum í Sýrlandi

Tvær aðskildar efnavopnaárásir voru gerðar tvo daga í röð á ...
Tvær aðskildar efnavopnaárásir voru gerðar tvo daga í röð á bæinn Latemneh. Kort/Google

Bæði sarín- og klórgas var notað í árásum á bæinn Latemneh í norðvesturhluta Sýrlands í mars á síðasta ári. Þetta er niðurstaða rannsóknar OPCW, alþjóðlegrar stofnunar gegn notkun efnavopna.

Um tvær aðskildar árásir tvo daga í röð var að ræða og segir OPCW að sarín-gas hafi líklega verið notað í árás sem gerð var suður af Latamneh þann 24. mars 2017, en að klórgas hafi að öllum líkindum verið notað í árás sem gerð var á spítala Latamneh og næsta nágrenni hans daginn eftir.

Stofnunin tjáði sig ekki um hver hefði staðið að árásunum, en sýrlenski stjórnarherinn hefur ítrekað neitað ásökunum um efnavopnanotkun.

Rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar unnu í samstarfi við OPCW hafur þó sýnt fram á að stjórnarherinn hafi notað bæði sarín- og klórgas í árásum sínum og að uppreisnarmenn hafi notað sinnepsgas í einni sinna árása.

OPCW er nú einnig með til rannsóknar meinta efnavopnaárás í Douma í apríl á þessu ári og býst við að birta þær niðurstöður sínar fyrir lok mánaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...