Bæði sarín- og klórgas notað í árásum í Sýrlandi

Tvær aðskildar efnavopnaárásir voru gerðar tvo daga í röð á ...
Tvær aðskildar efnavopnaárásir voru gerðar tvo daga í röð á bæinn Latemneh. Kort/Google

Bæði sarín- og klórgas var notað í árásum á bæinn Latemneh í norðvesturhluta Sýrlands í mars á síðasta ári. Þetta er niðurstaða rannsóknar OPCW, alþjóðlegrar stofnunar gegn notkun efnavopna.

Um tvær aðskildar árásir tvo daga í röð var að ræða og segir OPCW að sarín-gas hafi líklega verið notað í árás sem gerð var suður af Latamneh þann 24. mars 2017, en að klórgas hafi að öllum líkindum verið notað í árás sem gerð var á spítala Latamneh og næsta nágrenni hans daginn eftir.

Stofnunin tjáði sig ekki um hver hefði staðið að árásunum, en sýrlenski stjórnarherinn hefur ítrekað neitað ásökunum um efnavopnanotkun.

Rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar unnu í samstarfi við OPCW hafur þó sýnt fram á að stjórnarherinn hafi notað bæði sarín- og klórgas í árásum sínum og að uppreisnarmenn hafi notað sinnepsgas í einni sinna árása.

OPCW er nú einnig með til rannsóknar meinta efnavopnaárás í Douma í apríl á þessu ári og býst við að birta þær niðurstöður sínar fyrir lok mánaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Infrarauður Saunaklefi tilboð til 15 nov 299.000
Verð 329.000 Topp klefar.Tilboð til 15 nov 299.000 Hiti frá 30- 75 gráður (því...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
þvottavél til sölu
PHILCO Þvottavél wmn. kr.19,500.- uppl .8691204...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...