Hersveitir ráðast á Hudaydah

Hermaður í Jemen, hliðhollur ríkisstjórninni.
Hermaður í Jemen, hliðhollur ríkisstjórninni. AFP

Hersveitir stjórnvalda í Jemen sem njóta stuðnings Sádí-Arabíu hafa hafið árás á hafnarborgina Hudaydah, sem er undir stjórn uppreisnarmanna.

Neyðaraðstoð vegna borgarastríðsins í Jemen hefur að mestu leyti borist í gegnum borgina. Varað hefur verið við miklum harmleik ef ráðist yrði á hana.

Næstum sjö milljónir manna í hinu stríðshrjáða landi reiða sig á neyðaraðstoð.

Sprengjum var varpað eftir að uppreisnarmenn húta, sem eru studdir af Íran, hunsuðu lokafrest sem stjórnvöld settu um að draga sig til baka á miðnætti, samkvæmt frétt BBC.

Fréttamiðlillinn Al-Arabiya frá Sádí-Arabíu sagði að „frelsun“ Hudaydah væri hafin með árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert