Skaut mann óvart eftir tilþrif á dansgólfinu

FBI-fulltrúinn Chase Bishop er ákærður fyrir að hafa óvart skotið ...
FBI-fulltrúinn Chase Bishop er ákærður fyrir að hafa óvart skotið mann í fótinn á næturklúbbi í Denver. Ljósmynd/Lögreglan í Denver

Fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar FBI hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa óvart skotið mann í fótinn á dansgólfi næturklúbbs í borginni Denver í Colorado þann 2. júní síðastliðinn.

Alríkislögreglufulltrúinn missti skammbyssu sína úr buxunum er hann fór í heljarstökk aftur á bak á miðju dansgólfinu. Er hann tók byssuna upp á ný hljóp úr henni skot, sem hæfði 24 ára gamlan karlmann í sköflunginn.

Lögreglufulltrúinn heitir Chase Bishop og er 29 ára gamall. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir atvikið og kemur fyrir rétt í Denver í dag. Samkvæmt frétt Washington Post um málið gæti hann átt yfir höfði sér tveggja til sex ára fangelsi fyrir afglöpin á dansgólfinu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti saksóknara í Denver gætu frekari ákærur beðið alríkisfulltrúans, reynist blóðprufur sýna að hann hafi haft áfengi um hönd áður en atvikið átti sér stað.

Talskona FBI vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Associated Press og segir það vera til þess að vernda rannsóknarhagsmuni.

Myndband af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum og það má sjá hér að neðan.mbl.is
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Rafstöðvar
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum 30-1000 KW Stamford rafalar Cummins vélar I...