Fengu kvíðastillandi lyf

Prayut Chan-O-Cha forsætisráðherra Taílands.
Prayut Chan-O-Cha forsætisráðherra Taílands. AFP

Til að kveða niður orðróm um að drengjunum sem innlyksa urðu í hellinum hefi verið gefin sterk lyf, jafnvel deyfilyf, fyrir förina út hefur forsætisráðherra Taílands upplýst að þeim voru gefin kvíðastillandi lyf. 

„Hver í andskotanum myndi gefa börnum [deyfilyf]?“ sagði forsætisráðherrann Prayut Chan-o-chau að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Guardian. Hann sagði að hins vegar hefðu drengirnir fengið kvíðastillandi lyf til að minnka líkur á því að þeir myndu fá ofsakvíðakast á hinni löngu og ströngu leið út úr hellinum í fylgd kafaranna.

 Núna er búið að bjarga öllum drengjunum út úr hellinum. Einnig hefur fótboltaþjálfaranum verið bjargað. Fjórir kafarar eru enn inni í hellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert