Andlegri hreinsun Villigaltanna lokið

Fótboltadrengirnir ellefu og þjálfari þeirra fengu blessun áður en þeir ...
Fótboltadrengirnir ellefu og þjálfari þeirra fengu blessun áður en þeir yfirgáfu klaustrið þar sem þeir hafa dvalið síðustu níu daga. AFP

Flestir taílensku drengjanna, sem bjargað var úr Tham Luang-hell­un­um í Norður-Taílandi um miðjan júlí, eru komnir til síns heima eftir að hafa varið níu dög­um í klaustri. Hefð er fyr­ir því að taí­lensk­ir karl­menn sem lenda í ógöng­um geri slíkt og tóku all­ir dreng­irn­ir tólf þátt, nema einn sem er krist­inn. Þjálfari drengjanna mun dvelja áfram í klaustrinu í þrjá mánuði.

Drengirnir fóru beint af spítalanum í klaustrið og eru því fyrst núna að snúa heim eftir fótboltaæfinguna örlagaríku hjá Villigöltunum 23. júní.  

Klaust­ur­d­völ­in var hugsuð sem and­leg hreins­un fyr­ir dreng­ina. Hluti af hreinsuninni fólst í að raka af þeim hárið að sið búdda­munka. Dvölin var einnig hugsuð sem virðingarvottur fyrir taílenska kafarann Saman Gunan sem lét lífið í björgunaraðgerðunum.

Yfirvöld í Taílandi hafa beðið fjölmiðla að veita drengjunum og fjölskyldum þeirra tilfinningalegt svigrúm þegar þeir reyna að aðlagast hversdagslífinu á nýjan leik.

Hefð er fyr­ir því að taí­lensk­ir karl­menn sem lenda í ...
Hefð er fyr­ir því að taí­lensk­ir karl­menn sem lenda í ógöng­um dvelji í klaustri. AFP
Villigeltirnir dvöldu í níu daga í klaustrinu. Lengd dval­ar­inn­ar er ...
Villigeltirnir dvöldu í níu daga í klaustrinu. Lengd dval­ar­inn­ar er eng­in til­vilj­un enda er níu tal­in happa­tala í Taílandi. AFP
mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...