Stórbruni í Kaliforníu kostaði mannslíf

Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna brunans.
Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna brunans. AFP

Ofsafenginn stórbruni hefur breiðst út um bæinn Redding í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum síðan seint í gærkvöld. Eldurinn átti upptök sín í kjarrlendi en barst þaðan í íbúðabyggð. Einn hefur látist í brunanum og hundruð íbúa hafa þurft að flýja heimili sín sökum brunans. 

Eldurinn barst í íbúðabyggð seint í gærkvöld og hefur aðeins tekist að slökkva um 6% hans. Hinn látni var verkamaður á jarðýtu sem barðist við eldinn að sögn heimildarmanns. 

Allur vesturhluti bæjarins stendur í ljósum logum, en í bænum búa um 90.000 manns. „Eldurinn breiðist svo hratt út að viðbragðsaðilar eru í óðaönn að rýma byggingar eins hratt og mögulegt er. Bæði íbúar og slökkviliðsfólk hafa slasast,“ segir talsmaður slökkviliðs á svæðinu. 

Meira en tylft mannvirkja hefur brunnið til grunna og nær eldurinn nú yfir um 11.300 hektara svæði.

 Myndskeið BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert