Bandaríkjastjórn sögð leika sér að eldinum

Kínverjar keyptu í fyrra tíu rússneskar orrustuþotur af gerðinni Sukhoi ...
Kínverjar keyptu í fyrra tíu rússneskar orrustuþotur af gerðinni Sukhoi SU-35. Wikimedia Commons/Sergey Vladimirov

Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að gripið yrði til refsiaðgerða gagnvart Kínverjum, eða öllu heldur innkaupastofnun kínverska hersins og yfirmanni hennar, Li Shangfu. Ástæða þessa er sú að Kínverjar hafa verið að kaupa orrustuþotur og önnur hergögn frá Rússlandi og með því farið framhjá viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Rússlandi.

Kínverjar taka ekki þátt í refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússum og hingað til hafa Kínverjar ekki sætt refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna fyrir viðskipti sín við Rússa. Nú hefur það breyst.

Aðgerðir Bandaríkjamanna koma í veg fyrir að kínverska stofnunin og yfirmaður hennar geti sótt um útflutningsskírteini vestanhafs og tekið þátt í viðskiptum í Bandaríkjunum.

Þær hafa verið harðlega gagnrýndar af kínverskum yfirvöldum, sem kalla eftir því að þeim verði aflétt, ellegar verði Bandaríkjamenn að „taka afleiðingunum“, samkvæmt því sem AFP-fréttaveitan greinir frá.

Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi í dag að Kínverjum þættu aðgerðir Bandaríkjanna ósanngjarnar og að formlegum mótmælum hefði verið komið á framfæri við stjórnvöld í Washington.

„Aðgerðir Bandaríkjamanna brjóta á alvarlegan hátt gegn grundvallarreglum í alþjóðasamskiptum og hafa stórskemmt fyrir sambandi ríkjanna tveggja og heranna tveggja,“ sagði Geng.

Segja aðgerðirnar vanhugsaðar

Rússar taka í sama streng og Kínverjar og segja Bandaríkjamenn vera að „leika sér að eldinum“.

Í yfirlýsingu frá Sergei Ryabkov, varautanríkisráðherra Rússa segir að Bandaríkjamenn séu að grafa undan stöðugleika í heiminum með þessum vanhugsuðu aðgerðum.

Ónafngreindur embættismaður í utanríkismálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði við Reuters og fleiri fjölmiðla að aðgerðir Bandaríkjamanna beindust ekki gegn stjórnvöldum í Peking eða kínverska hernum, heldur væru þær liður í refsiaðgerðum gegn Rússum og fallnar til þess að valda Rússum efnahagslegum skaða.

Kínverjar keyptu tíu SU-35 orrustuþotur af rússneska vopnaútflytjandanum Rosoboronexport í fyrra og hafa einnig keypt S-400 flugskeyti og tengdan búnað á þessu ári.

Frétt BBC um málið

Frétt Reuters um málið

mbl.is
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...