Hefur þrjá daga til að bjarga starfinu

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræðir hér við Donald Tusk, forseti ...
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræðir hér við Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AFP

Brexit-ráðherrann Dominic Raab hvetur þingmenn Íhaldsflokksins til að „spila með liðinu“ í kjölfar vangaveltna um að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi aðeins 72 tíma til að bjarga forsætisráðherrastólnum.

Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar hefur þetta eftir Raab, en breskir fjölmiðlar segja þingmenn Íhaldsflokksins vera pirraða yfir hve hægt viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gangi.  „Við erum á lokaspretti viðræðnanna,“ sagði Raab. „Það er skiljanlegt að það sé taugaspenna hjá öllum í þessum viðræðum.“

Hvatti Raab þingmenn því næst til að missa ekki kjarkinn. „Lokamarkið varðandi góðan samning og verðlaunin sem við viljum nálgast,“ sagði hann.

Sky segir að til að lýsa yfir vantrausti á May þá verði 48 þingmenn Íhaldsflokksins að afhenda þingflokksformanninum bréf þess efnis. Fullyrða sumir að það takmark kunni brátt að nást.

Andrew Bridgen, einn stuðningsmanna Brexit, sagði í samtali við  Mail on Sunday að May verði að sitja fund þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudag vilji hún ekki hætta á að bréfin berist þingflokksformanninum enn hraðar. „Þessa vikuna mun May uppgötva að hún er á síðasta drykk á barnum og slæmu fréttirnar fyrir hana er að barinn er tómur,“ sagði Bridgen.

David Davis, sem nefndur hefur verið mögulegur eftirmaður May, birti grein í Mail on Sunday þar sem hann sagði að May hefði ekki bara tekist að reita þá til reiði þá sem vilja vilja yfir gefa ESB heldur líka þá sem vilji vera þar áfram.

mbl.is
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...