Herskip og olíuskip rákust á í Noregi

AFP

Norskt herskip og maltneskt olíuskip rákust á við Øygarden um fjögur í nótt og standa björgunaraðgerðir yfir. Átta úr áhöfnum skipanna eru slasaðir en um minni háttar áverka er að ræða. Ekki er talin hætta á að skipin sökkvi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er herskipið komið í tog og ekki hætta á að það sökkvi. 

Uppfært klukkan 8:11

Dag Olav Sætre, sem stýrir aðgerðum lögreglunnar á staðnum segir í samtali við NRK fyrir nokkrum mínútum að átta hafa meiðst, ekki sjö eins og áður sagði. Enginn þeirra er alvarlega slasaður. Sex voru fluttir á læknavaktina í  Øygarden en tveir voru fluttir á Haukeland sjúkrahúsið.

Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að neyðarlínunni hafi borist tilkynning um að freigátan KNM Helge Ingstad og olíuskipið Sola TS hefðu rekist saman skammt fyrir utan Stureterminalen í Øygarden, Hordaland.

Við það missti skipstjóri herskipsins stjórn á því og rak skipið í átt að landi með 137 manna áhöfn. Að sögn Eirik Valle hjá Landhelgisgæslunni í Sør-Norge hefur allri áhöfn herskipsins verið bjargað frá borði. Sama á við um 23 manna áhöfn olíuskipsins.

Helge Ingstad var á leið af æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture, þegar óhappið átti sér stað, samkvæmt upplýsingum frá norska hernum. Skipið tók á sig mikinn sjó og var mikil hætta á að herskipið sykki. 

Olíuskipið, sem siglir undir fána Möltu, skemmdist lítið en um er að ræða 62 þúsund tonna tankskip. Enginn leki kom að olíuskipinu en eitthvað af olíu hefur lekið frá herskipinu.

Að sögn Frode Bødtker vara slökkviliðsstjóra, látu 10 þúsund lítrar af olíu frá þyrlum herskipsins í sjóinn. Verið er að undirbúa dælingu upp úr sjónum en dælingin verði að bíða á meðan slysstaðurinn er tryggður. Engin olía hafi lekið frá olíuskipinu sem er með 625 þúsund lítra af hráolíu um borð en skipið lagði frá olíustöðinni Stureterminalen í nótt. Samkvæmt NRK lagði olíuskipið úr höfn klukkan 3:55 þannig að áreksturinn átti sér stað aðeins nokkrum mínútum síðar. 

KNM Helge Ingstad.
KNM Helge Ingstad. Wikipedia

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að skipin rákust á. Herskipið er 19 ára gamalt og var meðal annars notað í aðgerðum sem miðuðu að afvopnun í Sýrlandi frá desember 2013 til maí 2014.

Hér er hægt að fylgjast með á Google

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...