Annað jafntefli í London

Magnus Carlsen og Fabiano Caruana.
Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. AFP

Þeir Magnus Carlsen og Fabiano Caruana gerðu jafntefli í annarri einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í dag en einvígið fer fram í London.

Carlsen hafði hvítt en eyddi miklum tíma í fyrri hluta skákarinnar og sérfræðingar voru farnir að spá tímahraki en svo fór þó ekki. Caruana hafði lengst af betri stöðu en eftir að 40 leikja markinu var náð var orðið ljóst að niðurstaðan yrði jafntefli. Sú varð raunin eftir 49 leiki.

Þriðja skákin verður tefld á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka