Kristinn heimsótti Assange í sendiráðið

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þeir eru að reyna að brjóta Julian. Þeir vilja ganga frá honum,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, í samtali við Der Spiegel. Þar er greint frá því að Kristinn hafi heimsótt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku.

Assange hef­ur haldið til í sendi­ráði Ekvador í London síðan 2012. Þangað fór hann upp­haf­lega til þess að forðast ákær­ur sænskra yf­ir­valda í kyn­ferðis­brota­máli gegn hon­um. Sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð hafa fallið frá mál­inu en hann hef­ur dvalið áfram í sendi­ráðinu af ótta við að verða fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna.

Assange hef­ur haldið til í sendi­ráði Ekvador í London síðan ...
Assange hef­ur haldið til í sendi­ráði Ekvador í London síðan 2012. AFP

Móðir Assange meinaður aðgangur

Assange er sífellt meira einangraður innan sendiráðsins, slökkt hefur verið á nettengingu hans og símasamband hans er takmarkað. Í frétt Der Spiegel kemur fram að aðeins lögfræðiráðgjafar og aðstoðarmaður Assange fái að heimsækja hann. Blaðamönnum, vinum hans og jafnvel móður hans er meinaður aðgangur að sendiráðinu. Kristinn fékk að heimsækja Assange í síðustu viku, rétt áður en reglur um heimsóknir voru hertar. Í samtali við Spiegel lýsir Kristinn andrúmsloftinu í sendiráðinu sem afar óvinveittu og jafnvel fjandsamlegu. Þetta hafi líklega verið síðasta heimsókn hans til Assange í sendiráðið.

Talið er að hertar reglur sem Assange þarf að fara eftir í sendiráðinu, eins og að þrífa baðherbergið sitt og að hugsa betur um köttinn sinn, eigi að þrýsta á hann til að yfirgefa sendiráðið. Assange hefur sagt að hann muni ekki gefa sig fram við bresku lögregluna nema að hann fái loforð um að hann komist til Ekvador.

mbl.is
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...