„Dóttir ykkar átti að vera örugg hér“

Grace Millane var 22 ára og var á bakpokaferðalagi um ...
Grace Millane var 22 ára og var á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjálands þegar hún hvarf. Lík hennar fannst í gær.

26 ára gamall karlmaður sem ákærður er fyrir morðið á Grace Millane kom fyrir dómara í morgun. Millane var 22 ára Breti og út­skrifaðist hún úr há­skóla í sept­em­ber. Hún hafði verið ein á ferðalagi um Nýja-Sjá­land í tvær vik­ur er hún hvarf. Þar á und­an hafði hún ferðast með hópi fólks um Suður-Am­er­íku. Lík hennar fannst í útjaðri Auckland í gær.

Maðurinn fór fram á að nafn hans yrði ekki gert opinbert fyrir dómi en því hafnaði dómarinn. Verjandi hans áfrýjaði úrskurðinum og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Maðurinn kemur næst fyrir dómara í janúar.

Í dómsskjölum kemur meðal annars fram að hinn maðurinn býr í Auckland og er hann grunaður um að hafa myrt Grace á tímabilinu 1. til 2. desember.

Dómarinn beindi orðum sínum að fjölskyldu Grace þegar hann ávarpaði salinn og sagðist skilja að fjölskyldan hlyti að vera full örvæntingar vegna þeirrar sorgar sem þau ganga nú í gegnum.

Bað fjölskylduna afsökunar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, bað fjölskyldu Grace afsökunar á blaðamannafundi sem haldinn var í dag vegna málsins, og þurfti hún að halda aftur af tárunum.

„Fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar vil ég biðja fjölskyldu Grace afsökunar. Dóttir ykkar átti að vera örugg hér en hún var það ekki. Þess vegna þykir mér þetta leitt,“ sagði Ardern.

Einn bræðra Grace, Declan, birti í gær myndskeið á Instagram-aðgangi sínum af systur sinni og undir hljómaði lagið „You are my sunshine“.

Frétt BBC

mbl.is
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...