Umsátrinu lokið í Naíróbí

Forseti Kenýa, Uhuru Kenyatta, segir að umsátrinu um hótelið í höfuðborg landsins, Naíróbí, sé lokið og að vígamennirnir sem þangað réðust inn hafi verið „upprættir“. 

Fjórtán létust en 700 var bjargað út úr byggingunni að sögn forsetans. Kenyatta staðfestir að 20 tíma umsátri sé lokið en vígamennirnir koma úr röðum sómölsku íslamista-samtakanna, Al-Shabaab.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert