Pompeo: Ekki láta reyna á Bandaríkin

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Maduro ekki vilja láta reyna …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Maduro ekki vilja láta reyna á vilja Bandaríkjanna til að vernda fólkið sitt. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar Nicolas Maduro við því að taka ákvarðanir sem skilja bandaríska sendiráðið í Venesúela eftir berskjaldað.

Þetta sagði Pompeo í morgun en aðeins nokkrir klukkutímar eru þangað til bandarískir erindrekar eiga að hafa yfirgefið Venesúela að skipun Maduro sem bandarísk stjórnvöld viðurkenna ekki lengur sem forseta Venesúela.

„Ég skal vera 100 prósent skýr. Trump Bandaríkjaforseti og ég höfum væntingar til þess að erindrekar okkar njóti áfram verndar undir Vínarsamningnum,“ sagði Pompeo á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Venesúela. „Ekki láta reyna á vilja Bandaríkjanna til að vernda fólkið okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert