Kayla drapst eftir stutt veikindi

AFP

Þrjátíu ára gamall háhyrningur drapst í gær eftir stutt veikindi í SeaWorld-garðinum í Orlando. 

Kayla, sem fæddist í garði Texas árið 1988, var ein 20 hvala sem enn eru í garði fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SeaWorld kemur fram að heilsu Kayla hafi hrakað á sunnudag en starfsmenn urðu þess fyrst varir á laugardag að hún væri slöpp. Ekki er vitað hvað varð henni að aldurtila en hún verður krufin, að því er segir í frétt BBC.

Yfirleitt verða háhyrningskýr um 50 ára gamlar en geta orðið allt að 80-90 ára. Dýraverndunarsamtök segja að lífslíkur háhyrninga sem er haldið föngnum séu mun styttri en þeirra sem eru frjálsir í náttúrunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Ford Escape 2007. SKOÐAÐUR. SKIPTI MÖGULEG.
FORD ESCAPE XLT, 0 6/2007, EK. 122 Þ. KM., V6, 3,0, 201 HÖ., SJÁLFSK.,...