Öll fórnarlömbin ung að árum

Flamengo er vinsælasta knattspyrnufélag Brasilíu.
Flamengo er vinsælasta knattspyrnufélag Brasilíu.

Allir þeir sem létust í eldsvoðanum í gistiskála Flamengo-knattspyrnufélagsins í Rio de Janeiro eru ungir að árum. Liðsmenn á aldrinum 14-17 gistu í skálanum. Sex leikmenn og fjórir starfsmenn létust. Þegar eldurinn kom upp var húsið rafmagns- og vatnslaust vegna mikillar úrkomu í borginni.

Flamengo er vinsælasta knattspyrnufélag Brasilíu og mikil ásókn ungra leikmanna að komast að hjá félaginu. Sjónvarpsstöðvar í Brasilíu sýna myndir af örvæntingarfullum foreldrum streyma að til þess að fá upplýsingar um afdrif barna sinna. 

Hús á svæði Flamingo voru án vatns og rafmagns þegar …
Hús á svæði Flamingo voru án vatns og rafmagns þegar eldurinn braust út í nótt vegna óveðurs sem geisaði á miðvikudagskvöldið. AFP

Eldurinn kom upp klukkan fimm í nótt að staðartíma og tók um tvær klukkustundir að slökkva hann. Eldsupptök eru ókunn. 

Flamengo er í Vargem Grande-hverfinu og æfa leikmenn í aðalliði Flamengo einnig þar sem eldurinn kviknaði. Einhverjir fjölmiðlar segja að allir þeir sem létust hafi verið ungir leikmenn en það virðist enn vera á reiki þar sem yfirvöld hafa ekki upplýst um það.

Aftakaveður var á þessum slóðum á miðvikudagskvöldið og létust sex í óveðrinu. Vegna úrkomunnar sem fylgdi rokinu var enn rafmagns- og vatnslaust á Flamengo-svæðinu þegar eldurinn kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert