Aukið gyðingahatur í Frakklandi

Hakakrossar voru teiknaðir á póstkassa sem eru myndskreyttir með Simone ...
Hakakrossar voru teiknaðir á póstkassa sem eru myndskreyttir með Simone Veil. AFP

Franska lögregla rannsakar mikla aukningu gyðingahaturs í París og nágrenni borginnar á síðustu dögum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því að 74% fjölgun tilfella hefði orðið á síðasta ári þar sem ráðist hefði verið gegn gyðingum.

Síðustu daga hafa hakakrossar verið málaðir á póstkassa í París sem eru myndskreyttir Simone Veil en hún lifði af dvöl í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Þýska orðið fyrir gyðinga, Juden, var úðað á glugga bakarís í miðborg Parísar. 

Sérfræðingur frönsku lögreglunnar í rasisma, gyðingahatri og mismunum sagði að það sem hefði verið úðað og málað væri ógeðslegt.

Tré sem gróðursett var í suðurhluta Parísar, til minningar um ungan gyðing sem var pyntaður til dauða árið 2006, var hoggið niður.

„Gyðingahatur breiðist út eins og eitur,“ sagði Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands. Hann hét því að ríkisstjórn landsins myndi grípa til aðgerða.

Franska lögreglan skráði 541 atvik tengt gyðingahatri í fyrra en atvikin voru 311 árið áður.

Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, varaði samlanda sína við því í nóvember að þjóðin væri ekki laus við andúð á gyðingum. 

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...