Öflugur jarðskjálfti í Ekvador

Upptök skjálftans um 17 kílómetra frá bænum Montalvo í austurhluta ...
Upptök skjálftans um 17 kílómetra frá bænum Montalvo í austurhluta landsins. Kort/Google

Öflugur jarðskjálfti, 7,5 að stærð, reið yfir Ekvador í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna voru upptök skjálftans um 17 kílómetra frá bænum Montalvo í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Perú. 

Upptök skjálftans voru á 132 kílómetra dýpi, sem er óvenjudjúpt fyrir jarðskjálfta í Suður-Ameríku, en þeir eiga að öllu jafna upptök sín á um 70 kílómetra dýpi. Tveir eftirskjálftar hafa mælst, annars um 6 að stærð. 

„Okkur hafa ekki borist tilkynningar um manntjón, bara brotnar rúður,“ segir Tarcisio Ojeda, borgarstjóri Macas, þar sem skjálftinn fannst vel. 

Flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefið út í kjölfar skjálftanna. 

mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...