Munu þurfa vegabréfsáritun fyrir Evrópuferðir

Bandarískum ríkisborgurum verður gert að sækja um vegabréfsáritun ætli þeir …
Bandarískum ríkisborgurum verður gert að sækja um vegabréfsáritun ætli þeir til Evrópu frá og með árinu 2021. Ljósmynd/Aðsend

Bandaríkjamenn sem hyggjast ferðast til Evrópu munu frá árinu 2021 þurfa að sækja um vegabréfsáritun sem heimilar þeim að ferðast um álfuna. Vikuritið Newsweek greinir frá þessu og segir vegabréfsáritunina munu hafa þriggja ára gildistíma, sem heimili Bandaríkjamönnum ótakmarkað ferðafrelsi innan Schengen-svæðisins.

Í dag geta bandarískir ríkisborgarar dvalið 90 daga í Evrópu án þess að krafist sé vegabréfsáritunar. Nýjungin felur í sér að Bandaríkjamenn þurfa að sækja um sérstaka ETIAS-heimild, en samkvæmt vefsíðu ETIAS er breytingunni ætlað að auka öryggi svo forðast megi í framtíðinni „vandamál tengd komu ólöglegra hælisleitenda og hryðjuverkum“.

Evrópuþingið hefur áður kallað eftir því að framkvæmdastjórn ESB herti reglur um vegabréfaheimildir bandarískra ríkisborgara, m.a. vegna deilu um ferðatakmarkanir sem íbúar ESB-ríkjanna Búlgaríu, Króatíu, Póllands, Rúmeníu og Kýpur sæta af hálfu bandarískra yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert