„Byssulög munu taka breytingum“

Jacinda Ardern á blaðamannafundi.
Jacinda Ardern á blaðamannafundi. AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, segir ljóst að í kjölfar árásarinnar í Christchurch muni almenningur kalla eftir breytingum á byssulöggjöf. Segist hún koma til með að styðja slíkar breytingar.

Þetta kom fram í máli Ardern á blaðamannafundi vegna skotárásarinnar, þar sem 49 hlutu bana, sem lauk rétt í þessu.

„Ég get sagt ykkur eitt núna,“ sagði Arden. „Byssulög munu taka breytingum. Reynt hefur verið að breyta lögunum 2005, 2012 og eftir rannsókn 2017. Nú er tími fyrir breytingar.“

Ardern staðfesti að maðurinn, sem réðist inn í tvær moskur og hóf skothríð, væri ástralskur og hefði haft leyfi til þess að bera skotvopnin fimm sem hann notaði til voðaverksins. Maðurinn er 28 ára gamall og hefur þegar verið ákærður, en aðkoma tveggja annarra manna, sem handteknir voru, að árásinni er enn í rannsókn.

Umfjöllun Guardian.

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vinar síns. 15 erindi ásamt áritaðr...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...