N-Kórea hættir samstarfi við S-Kóreu

Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea hefur dregið sig út úr samstarfi við Suður-Kóreu um sérstaka Kóreuskagaskrifstofu sem komið var á laggirnar á síðasta ári til að liðka fyrir viðræðum ríkjanna.

BBC segir suður-kóreska sameiningarráðuneytið hafa greint frá því að því hafi verið tilkynnt nú í morgun að norður-kóreskt starfsfólk skrifstofunnar myndi hætta störfum þar frá og með deginum í dag.

Hafa suður-kóresk stjórnvöld sagst harma þessa ákvörðun ráðamanna nágrannaríkisins í norðri og hafa hvatt norður-kóreska starfsfólkið til að snúa aftur eins fljótt og það geti.

Ráðamenn Kóreuríkjanna tveggja hafa ekki fundað frá því að lítill árangur varð af leiðtogafundi þeirra Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Fyrir þann tíma hafði Kóreuskagaskrifstofan gert norður- og suður-kóreskum embættismönnum að eiga í reglulegum samskiptum í fyrsta skipti frá því Kóreustríðinu lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert