Fórnarlömbin í Utrecht orðin fjögur

74 ára karlmaður lést í dag af sárum sínum sem …
74 ára karlmaður lést í dag af sárum sínum sem hann hlaut í skotárás í hollensku borginni Utrecht fyrir tíu dögum. Alls létu fjórir lífið í árásinni og fjórir særðust. AFP

Fórnarlömb skotárásar í sporvagni í hollensku borginni Utrecht 18. mars síðastliðinn eru orðin fjögur. 74 ára karlmaður sem særðist í árásinni lést af sárum sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara í Hollandi.

Alls létust fjórir í árásinni og fjórir særðust. Einn hinna særðu liggur enn þungt haldinn sjúkrahúsi. 

Gök­men Tan­is, 37 ára karl­maður sem fædd­ist í Tyrklandi, hef­ur játað á sig skotárásina og segist hann hafa verið einn að verki.

Tan­is hafði ný­lega verið lát­inn laus úr varðhaldi sem hann hafði verið úr­sk­urðaður í í tengsl­um við nauðgun­ar­mál. Var hann lát­inn laus eft­ir að hafa lofað að sýna yf­ir­völd­um sam­starfs­vilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert