Tveggja ára hætt komin á ruðningsvelli

Það var hin tveggja ára gamla Pippa sem slapp úr …
Það var hin tveggja ára gamla Pippa sem slapp úr fangi föður síns og hljóp inn á völlinn. Skjáskot/VAFA

Leikmaður St Bernard's í áströlsku áhugamannadeildinni í ruðningi hefur hlotið mikið lof fyrir að grípa unga stúlku sem ráfað hafði inn á völlinn og koma henni í öruggt skjól, í stað þess að grípa boltann.

Það var hin tveggja ára gamla Pippa sem slapp úr fangi föður síns og hljóp inn á völlinn, nánast beint inn í hringiðu hlaupandi karlmanna og sér hver sá sem horfir á myndskeið af atvikinu að illa hefði getað farið ef Alex McLeod hefði ekki tekið eftir þeirri stuttu og kippt henni út fyrir.

„Það er alltaf mikið af börnum á leikjum St Bernard's á laugardögum en ég hef aldrei séð þau svo nálægt endalínunni og hvað þá hlaupandi á meðal leikmannanna,“ sagði McLeod í samtali við FoxFooty.mbl.is