Dreifa fölsuðu myndskeiði

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Myndskeið af Nancy Pelosi,  forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem hún virðist eiga erfitt með mál hefur farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Í ljós hefur komið að búið er að eiga við myndskeiðið til þess að láta líta út fyrir að hún sé undir áhrifum vímuefna. 

Falsaða myndskeiðinu hefur meðal annars verið dreift af íhaldsveitunni Politics WatchDog og hefur það fengið 2,3 milljónir áhorfa þar en milljónir hafa horft á það á öðrum Twitter-síðum sem og á YouTube. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað móðgað pólitískan andstæðing sinn, Pelosi, og vísað í geðheilsu hennar. 

Sérfræðingar á vegum AFP-fréttastofunnar rannsökuðu myndskeiðið þar sem Pelosi virðist drafa og kom í ljós að hægt hafi verið á því þannig að talið var á 75% af eðlilegum hraða.

Í ummælum á Facebook er talað um að Pelosi sé drukkin, hún hafi fengið heilaáfall eða sé á lyfjum. Meðal ummæla sem Trump hefur látið falla um Pelosi að undanförnu er: Bilaða Nancy. 

Pelosi endurtók á Twitter í gærkvöldi ummæli Trumps um sig sjálfan sem snilling sem er í afar góðu jafnvægi (very stable genius). 

Meðal þeirra sem eru að dreifa falsaða myndskeiðinu er Rudy Giuliani, sérstakur ráðgjafi Trumps. Hann sá greinilega að sér og eyddi færslunni síðar.
mbl.is
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Íbúð óskast til leigu
Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á R...