„Stöðvið blóðbaðið“

Daglegt líf íbúa í Kfar Ruma í Idlib-héraði undanfarna mánuði.
Daglegt líf íbúa í Kfar Ruma í Idlib-héraði undanfarna mánuði. AFP

Fjöldi þekktra lækna hefur skrifað undir áskorun um að loftárásum verði hætt á sjúkrahús í Sýrlandi. Hátt í eitt þúsund almennir borgarar voru drepnir í árásum áIdlib-hérað í nýliðnum mánuði. Stöðvum blóðbaðið segir í áskorun læknanna.

Aðstæður íbúa sem hafa flúið loftárásirnar á heimili þeirra í …
Aðstæður íbúa sem hafa flúið loftárásirnar á heimili þeirra í Idlib. AFP

Mannúðarsamtök segja það sama og segja sýrlenskir sjálfboðaliðar skelfilegt að horfa upp á aðgerðarleysi erlendra ríkja þegar kemur að því að bregðast við því að fólki sé slátrað ár eftir ár í þessu stríðshrjáða landi. Ástandið er verst íIdlib - síðasta vígi uppreisnarmanna. Nánast allir sem hafa einhvern möguleika á að forða sér, en það er aðeins brot af íbúum héraðsins, hafa flúið heimili sín.

AFP

Á sama tíma og sýrlenski stjórnarherinn með stuðningi rússneskra bandamanna beinir loftárásum á íbúðabyggð í héraðinu hafa 300 þúsund íbúar þess hrakist að landamærum Tyrklands. Þetta eru mestu fólksflutningar í Sýrlandi frá því átökin hófust þar árið 2011. Yfir tveir þriðju þeirra sem hafa hrakist að heiman halda til á berangri þar sem ekkert húsaskjól er að fá. Allar flóttamannabúðir á langamærunum eru yfirfullar og ástandið því afar eldfimt manna á milli. 

AFP

Loftárásirnar hófust í mars og hafa stigmagnast undanfarnar vikur. YfirmaðurWhite Helmets,RaedSaleh, segir að fjöldamorð séu framin á hverjum degi en samkvæmt upplýsingum frá mannúðarsamtökunum The Syrian Observatory for Human Rights voru 950 almennir borgarar drepnir í Idlib í maí. 

Frá bænum Kfar Ruma í Idlib en þessi mynd var …
Frá bænum Kfar Ruma í Idlib en þessi mynd var tekin á fimmtudag. AFP

„Allur heimurinn fylgist með fjöldamorðum framin og leyfir þessu að gerast án þess að segja orð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki einu sinni lyft litla fingri,“ segir Mohammad Zahed Al-Masri hjá bandalagi mannúðarsamtaka, Alliance of Syrian.

AFP

Jafnframt er loftárásunum beint að heilbrigðiskerfinu og í bréfi sem læknar skrifa í Oberver um helgina segja þeir að árásunum sé af ráðnum huga beint að sjúkrahúsum og starfsfólki þeirra. „Þeirra starf er að bjarga mannslífum og þeir eiga ekki að týna lífi sjálfur við það,“ segir í meðal annars í bréfinu.

Leitað að fólki undir húsarústum.
Leitað að fólki undir húsarústum. AFP

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra, Peter Agre, læknir sem hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 2003 auk fleiri lækna sem eru þekkir af störfum sínum um allan heim.

AFP

Í dag greindu kúrdísk yfirvöld frá því að þau ætluðu að leyfa 800 konum og börnum, þar á meðal ættingjum vígamanna, að yfirgefa Al Hol búðirnar í norðausturhluta Sýrlands. Um er að ræða fyrsta flutning þessa hóps úr yfirfullum búðunum en þær hýsa konur og börn sem tengjast vígasamtökunum Ríki íslams. Bæði sýrlenska ríkisborgara sem og fólk frá öðrum ríkjum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert