Sanders yfirgefur Hvíta húsið

Sarah Sanders á blaðamannafundi.
Sarah Sanders á blaðamannafundi. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur óvænt greint frá því að talskona Hvíta hússins, Sarah Sanders, muni hætta störfum í sumar.

Hún hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín í Hvíta húsinu.

„Eftir þrjú og hálft ár mun okkar yndislega Sarah Huckabee Sanders yfirgefa Hvíta húsið í lok mánaðarins og fara heim til Arkansas,“ tísti Trump og bætti við að hann vonaði að hún myndi bjóða sig fram sem ríkisstjóri.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert