Rafmagnsleysi sló út neyðarlínu

AFP

Hollensk yfirvöld rannsaka nú hvað varð til þess að öll neyðarþjónusta landsins varð sambandslaus vegna þess að rafmagn fór af. 

Allt neyðarkerfi landsins varð sambandslaust í fjórar klukkustundir í gærkvöldi og til þess að hægt væri að bregðast við vanda voru nánast allt slökkvilið og lögreglulið landsins ásamt sjúkraflutningafólki á ferðinni á götum úti til þess að hægt væri að ná í það. Jafnframt setti ríkisstjórnin upp neyðarþjónustu 112 á samfélagsmiðla. 

Að sögn dóms- og öryggismálaráðherra, Ferd Grapperhaus, verður allt gert til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.

Ekki er talið að tölvuþrjótar beri ábyrgð á að neyðarkerfið lagðist á hliðina. Greint er frá því í hollenskum miðlum að forstjóri KPN, Rafmagnsveitna hollenska ríkisins, Maximo Ibarra, ætli að láta af störfum. Það tengist þó ekki rafmagnsleysinu heldur sé af persónulegum ástæðum. 

Rafmagnsleysið kom á sama tíma og hitabylgja herjar á Hollendinga sem eykur alltaf álag á neyðarþjónustuna. Spáð er 36 stiga hita í Hollandi í dag. 

mbl.is