Prjónavefsíða bannar stuðning við Trump

Tísti Ravelry hefur verið deilt yfir 12 þúsund sinnum og …
Tísti Ravelry hefur verið deilt yfir 12 þúsund sinnum og ekki er annað að sjá en að notendur séu ánægðir.

Prjónavefsíðan Ravelry, þar sem hægt er að nálgast þúsundir prjónauppskrifta, hefur lagt bann við því að notendur vefsins sýni stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans á vefsíðunni.

Greint er frá málinu á vef BBC þar sem vitnað er í tíst frá Ravelry sem segir að vefsíðan geti ekki boðið upp á umhverfi þar sem allir séu velkomnir og leyft stuðning við yfirlýsta hvíta yfirburðasinna.

Tísti Ravelry hefur verið deilt yfir 12 þúsund sinnum og ekki er annað að sjá en að notendur séu ánægðir með ákvörðunina, þó að einhverjum finnist hún heldur ganga gegn tilgangi sínum og útiloka ákveðna hópa.

Í yfirlýsingu á vefsíðu Ravelry vegna málsins segir að stuðningsfólk Trump megi áfram nota síðuna en hafi ekki leyfi til að sýna stuðning sinn með prjónamynstrum eða á spjallþráðum vefsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert