Hetja bjargaði tveggja ára stúlku

Fjölskylda stúlkunnar segir að Zabaat sé sannkölluð hetja.
Fjölskylda stúlkunnar segir að Zabaat sé sannkölluð hetja. Mynd/Skjáskot

Sautján ára piltur frá Alsír, Feuzi Zabaat, var snöggur að bregðast við þegar hann bjargaði tveggja ára stúlku sem var í þann mund að falla niður á götuna af annarri hæð íbúðarhúss.

Doha Muhammed, sem er sýrlensk, féll út um glugga á meðan mamma hennar var að elda mat.

Sem betur fer sá Zabaat hana frá götunni og tókst að grípa hana og koma í veg fyrir að hún slasaðist. Fjölskylda stúlkunnar segir að hann sé sannkölluð hetja.

Atvikið átti sér stað í borginni Istanbúl í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert