Segir Trump stefna milljónum í hættu

Ocasio-Cortez er meðal þingkvennanna fjögurra sem Trump beinir ummælum sínum …
Ocasio-Cortez er meðal þingkvennanna fjögurra sem Trump beinir ummælum sínum að. AFP

„Menn eins og hann hafa sagt konum eins og mér að fara aftur til heimalandsins í langan tíma Það er ekkert nýtt,“ segir Alexandra Ocasio-Cortez um nýleg ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að fjórar bandarískar þingkonur af erlendum uppruna ættu að snúa aftur til „ónýtu og glæpum væddu landanna“ sem þær koma frá.

Ocasio-Cortez er meðal þingkvennanna fjögurra sem Trump beinir ummælum sínum að, en þær hafa verið mjög gagnrýnar á störf forsetans.

„En það sem er skaðlegt er að þegar hann, kjörinn leiðtogi Bandaríkjanna, segir þetta fyrir framan þúsundir manna, stefnir hann milljónum Bandaríkjamanna í hættu. Það er alvöru vandamálið,“ segir Ocasio-Cortez.

„Það sem hann segir landsmönnum er að hann vilji ekki vera forseti lengur, af því hann vill velja hverra forseti hann er, og það er ekki það sem forsetar gera.“

mbl.is

Bloggað um fréttina