Öllu flugi frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla

Mótmælendur í setuverkfalli á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong í gær.
Mótmælendur í setuverkfalli á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong í gær. AFP

Öllum brottförum frá alþjóðaflugvellinum Hong Kong International hefur verið aflýst í dag, en mótmælt hefur verið á flugvellinum fjóra daga í röð. Þúsundir mótmælendur hafa safnast saman í komusal flugvallarins. 

BBC greinir frá.

Mótmæli á flugvellinum hafa verið friðsamleg og í gær höfðu engar fregn­ir hafa borist af hand­tök­um á flug­vell­in­um og eins hafði flug­um­ferð verið án nokk­urra trufl­ana.

Í yfirlýsingu frá flugvallaryfirvöldum í Hong Kong segir hins vegar að mótmælin á flugvellinum hafi valdið „alvarlegum truflunum“. Öllu flugi sem ekki hafi verið þegar búið að innrita í hafi því verið aflýst. Mæla yfirvöld því með því fólk haldi ekki út á flugvöllinn, en að þeim vélum sem þegar eru á leið til Hong Kong verði leyft að lenda.

Beittu kylfum, gúmmíkúlum og táragasi

Margir þeirra sem taka þátt í mótmælunum eru gagnrýnir á aðgerðir lögreglu sem í gær náðist á mynd beita táragasi og skjóta gúmmíkúlum á fólk í návígi.

Það náðist til að mynda á mynd er lög­regla í Hong Kong gerði áhlaup á lest­ar­stöðvar í borg­inni í gær og beitti tára­gasi til að reyna að koma mót­mæl­end­um þaðan út. Greindi BBC frá því að mynd­bands­upp­taka sem tek­in var á Tai Koo-lest­ar­stöðinni sýndi lög­reglu­menn skjóta því sem virðast vera gúmmí­kúl­ur á fólk úr ná­vígi. Þá sjá­ist nokkr­ir lög­reglu­menn einnig berja fólk með kylf­um í rúllu­stiga lest­ar­stöðvar­inn­ar.

Margir þeirra sem taka þátt í mótmælunum eru gagnrýnir á aðgerðir lögreglu sem í gær náðist á mynd beita táragasi og beita skotvopnum, sem ekki eru bannvæn, í návígi.

Það náðist til að mynda á mynd er lög­regla í Hong Kong gerði áhlaup á lest­ar­stöðvar í borg­inni í gær og beitti tára­gasi til að reyna að koma mót­mæl­end­um þaðan út. Greindi BBC frá því að mynd­bands­upp­taka sem tek­in var á Tai Koo-lest­ar­stöðinni sýndi lög­reglu­menn skjóta því sem virðast vera gúmmí­kúl­ur á fólk úr ná­vígi. Þá sjá­ist nokkr­ir lög­reglu­menn einnig berja fólk með kylf­um í rúllu­stiga lest­ar­stöðvar­inn­ar.

Í Wan Chai-hverf­inu var bens­ín­sprengj­um og múr­stein­um kastað í lög­reglu sem svaraði með því að gera áhlaup á mót­mæl­end­ur. Seg­ir BBC fjölda manns, bæði lög­reglu­menn og al­menna borg­ara, hafa særst í átök­un­um.

Ekk­ert lát virðist hins veg­ar vera á mót­mæl­un­um sem upp­haf­lega hóf­ust í tengsl­um við um­deilt laga­frum­varp, en sem nú hafa staðið yfir í rúma tvo mánuði.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert