Fundu lík við leit að 15 ára stúlku

Ljósmyndum af Noru hefur verið dreift víða á svæðinu.
Ljósmyndum af Noru hefur verið dreift víða á svæðinu. AFP

Lík hefur fundist við leit að hinni 15 ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf fyrir 10 dögum af hótelherbergi sínu. Talið er líklegt að um lík unglingsins sé að ræða. Það hefur þó ekki verið staðfest. 

Leit­art­eymi hafa kembt regn­skóga­svæði sem um­lyk­ur Dus­un-hót­elið hvar Nora var í fríi með fjöl­skyldu sinni. Fjöl­skyld­an kom til Malas­íu 3. ág­úst og morg­un­inn eft­ir þegar for­eld­ar Noru vöknuðu, var Nora horf­in og glugg­inn að her­bergi henn­ar op­inn. Telja foreldar Noru að henni hafi verið rænt. 

Yfir 350 manns hafa leitað hennar í þéttum regnskóginum í útjaðri Kuala Lumpur. Hafa þyrlur, drónar, leitarhundar og kafarar verið notað við leitina. Þá stjórnuðu seiðmenn helgiathöfnum í tilraun sinni til að finna stúlkuna. 

The Lucie Blackman Trust, bresk góðgerðarsamtök sem veita fjölskyldum Breta sem týnast erlendis stuðning, staðfestu að lík hafi fundist. 

„Á þessum tímapunkti getum við ekki staðfest að þetta sé Nora. Samt sem áður er það því miður líklegt. Nú er verið að staðfesta hvern um ræðir og dánarorsök,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. 

Leitaraðilar kemba regnskóginn umhverfis hótel fjölskyldunnar.
Leitaraðilar kemba regnskóginn umhverfis hótel fjölskyldunnar. AFP

For­eld­ar Noru Qui­or­in buðu í gær 10 þúsund pund, eða því sem nem­ur tæp­lega einni og hálfri millj­ón ís­lenskra króna, fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvarf dótt­ur þeirra.

Nora fædd­ist með heil­kenni sem kall­ast holoprosencephaly og er fá­gæt rösk­un sem hef­ur áhrif á þróun heil­ans. Sam­skipta­hæfi­leik­ar Noru eru tak­markaðir og hún á erfitt með að lesa og skrifa meira en nokk­ur orð. Þá hef­ur heil­kennið einnig áhrif á jafn­vægi henn­ar og hún á erfitt með sam­hæf­ingu. 

Seiðmenn stjórna helgiathöfn.
Seiðmenn stjórna helgiathöfn. AFP

Fjölskylda Noru hefur sagt það nánast ómögulegt að Nora hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum. 

„Nora er afar sér­stök mann­eskja. Hún er skemmti­leg og fynd­in og ein­stak­lega kær­leiks­rík. Henni finnst gam­an að segja okk­ur sniðuga brand­ara og klæðast snjöll­um, lit­rík­um stutterma­bol­um. Hún er ekki eins og aðrir ung­ling­ar. Hún er ekki sjálf­stæð og fer ekk­ert ein,“ sögðu for­eld­ar hennar í síðustu viku.

Lögregla hefur yfirheyrt fjölda fólks og skoðað fingraför sem fundust á herbergisglugga Noru. Þá hafa frásagnir þorpsbúa sem segjast hafa heyrt í flutningabíl snemma morguns daginn sem Nora hvarf, einnig verið rannsakaðar. Málið er rannsakað sem mannshvarf. 

mbl.is