Lögreglumenn særðir í skotárás í Fíladelfíu

Hátt í hundrað lögreglumenn eru á vettvangi.
Hátt í hundrað lögreglumenn eru á vettvangi. Ljósmynd/Twitter

Að minnsta kosti sex lögreglumenn eru særðir eftir að maður hóf skotárás í Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. 

Einn lögreglumannanna var skotinn í höfuðið, annar í handlegg og sá þriðji í báða handleggi. Þá hafa þrír lögreglumenn til viðbótar hlotið minni háttar áverka. Þeir hafa allir verið fluttir á sjúkrahús og er enginn þeirra í lífshættu, að því er Fox News greinir frá.  

Lögreglumennirnir voru kallaðir út vegna fíkniefnamáls í heimahúsi en þegar þeir komu á vettvang hófst skothríðin. Aðgerðir lögreglu á vettvangi hafa staðið yfir í um þrjá klukkutíma. 

Einn er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar, en byssumaðurinn gengur enn þá laus. Hátt í hundrað lögreglumenn eru á vettvangi. NBC-fréttastofan greinir frá því að tveir lögreglumenn séu inni í íbúð byssumannsins, en hér má fylgjast með beinni útsendingu NBC af vettvangi: 

Fólki á svæðinu hefur verið ráðlagt að halda sig inni. Temple-háskólinn er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá vettvangi skotárásarinnar og var nemendum meinað að yfirgefa háskólasvæðið um tíma. „Leitið skjóls. Læsið hurðum. Hafið hljóð. Haldið kyrru fyrir. Lögreglan er á leiðinni,“ segir meðal annars í færslu háskólans á Twitter.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert