Europol óskar upplýsinga um hlýrabol

Ef þú þekkir bolinn, þá berðu strax kennsl á hann. …
Ef þú þekkir bolinn, þá berðu strax kennsl á hann. Hvar er hann seldur? Europol

Europol leitar reglulega til almennings með aðstoð við úrlausn barnaníðsmála, en nú er sérstaklega leitað eftir upplýsingum og ábendingum um bláan og appelsínugulan hlýrabol sem tengist einu slíku.

„Ef þú þekkir bolinn, þá berðu strax kennsl á hann. Hvar er hann seldur? Hvar í heiminum klæðist fólk honum? Ábendingar þínar geta bjargað lífi barns,“ segir í færslu Europol á Facebook, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur svo deilt.

Á vefsíðu Europol má svo finna fleiri muni og staði sem tengjast barnaníðsmálum og fólk er beðið að láta vita ef það kannast við.

mbl.is