Sanders fékk hjartaáfall en er tilbúinn í slaginn

Bernie Sanders er tilbúinn í slaginn.
Bernie Sanders er tilbúinn í slaginn. AFP

Bernie Sand­ers, sem sæk­ist eft­ir því að verða fram­bjóðandi Demó­krata í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um á næsta ári, fékk hjartaáfall á þriðjudag. Þetta staðfestu forsvarsmenn framboðs hans í dag þegar Sanders yfirgaf spítalann sem hann hafði dvalið á vegna hjartaáfallsins. CNN greinir frá þessu. 

Í tilkynningu þakkaði Sanders læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki spítalans, Desert Springs Hospital Medical Center, fyrir einstaklega góða þjónustu. Þar sagði hann sömuleiðis að honum liði virkilega vel og að hann hlakkaði til að halda kosningabaráttu sinni áfram. 

Sand­ers, sem er 78 ára gamall, gerði hlé á kosn­inga­bar­áttu sinni í vikunni eftir að hann hafði fundið fyrir brjóst­verkj­um á fram­boðsfundi í Las Vegas.

Kom stefnumáli á framfæri í gegnum veikindin

Læknar Sanders segja hann heilsuhraustan en hann ætlar sér að taka þátt í næstu kappræðum Demókrata sem fram fara 15. október næstkomandi. 

Sanders hefur nýtt sér veikindin til að koma á framfæri sínu helsta stefnumáli, gjaldfrjálsri læknisþjónustu fyrir alla. 
„Ekkert okkar veit hvenær við gætum lent í áfalli og þurft á læknisaðstoð að halda. Enginn ætti að þurfa að óttast að verða gjaldþrota ef slíkt gerist. Læknisaðstoð (e. Medicare) fyrir alla!“ sagði Sanders í tvíti síðastliðinn miðvikudag. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert