Með að minnsta kosti 15 dóma á bakinu

Karlmaður, sem stal sjúkrabifreið í Ósló, höfuðborg Noregs, í gærmorgun …
Karlmaður, sem stal sjúkrabifreið í Ósló, höfuðborg Noregs, í gærmorgun og ók á gangandi vegfarendur, á langan afbrotaferil að baki sem hófst þegar hann var unglingur. AFP

Karlmaður, sem stal sjúkrabifreið í Ósló, höfuðborg Noregs, í gærmorgun og ók á gangandi vegfarendur, á langan afbrotaferil að baki sem hófst þegar hann var unglingur.

Þannig segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK að maðurinn hafi verið dæmdur að minnsta kosti þrettán sinnum. Fyrsta dóminn hlaut hann fyrir að hafa rænt bensínstöð 15 ára gamall vopnaður hnífi. Fram kemur í dómnum að hann hafi átt mjög erfiða æsku.

Manninum, sem er 32 ára gamall, var komið í forsjá barnaverndaryfirvalda átta ára gömlum og hann ítrekað fluttur á milli stofnana. Tólf ára gamall hóf hann að neyta fíkniefna. Maðurinn varð fyrir miklu ofbeldi samhliða skólagöngu hans á unglingsárunum.

Maðurinn hefur meðal annars verið dæmdur fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnabrot, ofbeldisbrot og hótanir. Hann er sagður tengjast öfgahópum og sama á við um 25 ára gamla konu sem einnig hefur verið handtekin vegna málsins.

mbl.is/Atli Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert