Hvetur forsætisráðherra til að tala varlega

Erki­bisk­up­inn af Can­ter­bury, Just­in Wel­by.
Erki­bisk­up­inn af Can­ter­bury, Just­in Wel­by. AFP

Erki­bisk­up­inn af Can­ter­bury, Just­in Wel­by, biðlar til Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og annarra þingmanna landsins að forðast orðræðu sem gæti skapað æsing nú þegar Bretar búa sig undir mögulegar þingkosningar.

Johnson hefur sagt að hann vilji boða til þingkosninga 12. desember en enn er óljóst hvernig útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verður háttað. 

Ráðgert hafði verið að Bretar gengju út úr ESB 31. október.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er beðinn um að vanda orðaval …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er beðinn um að vanda orðaval sitt. AFP

Welby sagði í samtali við Sunday Times að það væri sérstaklega hættulegt fyrir stjórnmálamenn að nota gífuryrði eins og „svikari“ eða „fasisti“ um andstæðinga sína.

Hann bætti því við að forsætisráðherrann þyrfti að sýna sérstaka ábyrgð í þessum efnum.

Johnson var gagnrýndur í síðasta mánuði þegar hann sagði að ótti þingkonu væri „þvættingur“. Hann sagði síðar að um misskilning hefði verið að ræða og baðst afsökunar á orðum sínum.

Orð John­sons um Joe Cox, þing­konu Verka­manna­flokks­ins, sem var myrt viku fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna um út­göngu Breta vöktu þá mikla reiði hjá þing­mönn­um.

„Líflátshótanir eru alvarlegar og það verður að taka þeim þannig,“ sagði Welby. 

Biskupinn bætti því við að orðræðan í stjórnmálum væri harkaleg, þar sem fólk væri annað hvort samherjar eða svarnir óvinir.

mbl.is