Fernandez næsti forseti Argentínu

Alberto Fernandez, næsti forseti Argentínu, fagnar.
Alberto Fernandez, næsti forseti Argentínu, fagnar. AFP

Vinstri maðurinn Alberto Fernandez verður næsti forseti Argentínu eftir að hann hlaut tæp 48% atkvæða í fyrstu umferð kosninganna þar í landi í gær. 45% þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð.

Mauricio Macri, sem gegnt hefur embætti forseta undanfarin fjögur ár, játaði sig sigraðan og bauð Fernandez í forsetahöllina í dag í morgunmat til að ræða málin.

Kjörsókn var rúmlega 80% en Macri hlaut 40,7% atkvæða.

Mauricio Macri játaði sig sigraðan.
Mauricio Macri játaði sig sigraðan. AFP

„Spennan og væntingarnar eru vegna þess að við vitum að núna stjórnar maður sem hugsar um fólkið í landinu,“ sagði einn sigurreifur stuðningsmaður Fernandez í gærkvöldi.

Fernandez sagði að um frábæran dag væri að ræða fyrir Argentínu.

Gengi hluta­bréfa og arg­entínska pesós­ins hafa fallið í kjölfar úrslitanna. Svipað gerðist þegar Fernandez vann svokallaðar forkosningar í ágúst.

For­kosn­ing­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar í Arg­entínu hafa verið haldn­ar frá 2009 og þurfa fram­bjóðend­ur að hljóta yfir 1,5% kosn­ingu til að njóta kjörgeng­is í for­seta­kosn­ing­un­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert