Fannst látin í óbyggðum Ástralíu

AFP

Kona sem leitað var í óbyggðum Ástralíu fannst látin í dag en tveir félagar hennar fundust á lífi fyrr í vikunni. Leit hafði staðið yfir af hópnum í tvær vikur en þau lentu í vandræðum með bíl sinn skammt frá Alice Springs 19. nóvember.  

Eftir að hafa beðið við bifreiðina í nokkra daga ákváðu tvö þeirra að leggja af stað í þeirri von að rekast á einhvern. Tamra McBeath-Riley varð eftir við bílinn og fannst á sunnudag og í gær fannst félagi hennar Phu Tran. Fram kom í gær að hann og Claire Hockridge hefðu farið hvort í sína áttina tveimur dögum fyrr. Þá hafi hún verið við þokkalega heilsu. Hún fannst hins vegar látin í dag.

mbl.is