Skaut tvo samherja sína til bana

Frá herstöðinni eftir árásina í gær.
Frá herstöðinni eftir árásina í gær. AFP

Bandarískur sjóherliði skaut tvo til bana áður en hann fyrirfór sér í herstöð Bandaríkjanna í Pearl Harbor á Havaí í gær.

Árásin var gerð um miðjan dag að staðartíma en árásarmaðurinn særði einn til viðbótar. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn réðst gegn samherjum sínum.

Útgöngubann var í herstöðinni í rúma klukkustund eftir árásina.

Yfirmaður herstöðvarinnar sagði á blaðamannafundi að ástæður árásinnar væru óljósar en bandaríski herinn rannsakar málið.

Um helgina verður þess minnst að 78 ár eru liðin frá árás japanska hersins á Pearl Harbor en rúmlega 2.300 Bandaríkjamenn létu lífið í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert