Lifði af þrjár vikur í óbyggðum

Lögregluþjónar björguðu Steele fyrir helgi.
Lögregluþjónar björguðu Steele fyrir helgi. AFP

Karlmanni í Alaska var bjargað fyrir helgi eftir að hann hafði eytt þremur vikum á afskekktu svæði eftir að kofi sem hann dvaldi í brann til kaldra kola. Maðurinn hafði lítinn mat og ekkert húsaskjól.

Hópur lögregluþjóna í Alaska hóf leit að hinum þrítuga Tyson Steele eftir að vinir hans lýstu áhyggjum sínum af honum en þeir höfðu ekkert heyrt til hans í nokkrar vikur.

Steele lifði á dósamat sem varð ekki eldinum í kofanum að bráð og byggði sér nokkurs konar tjald út pappa, yfirhöfnum og svefnpoka.

Kofinn var á afskekktu svæði norðvestan við stærstu borg Alaska; Anrchorage. Steele segist ekki vera viss um hvenær nákvæmlega eldurinn kviknaði en hann hafði dvalið í kofanum frá því í september.

Steele telur að eldurinn hafi kviknað um viku fyrir jól þegar hann setti fyrir slysni pappa í viðarofn. Fljótlega hafði glóð lenti á þaki kofans og þá um nóttina stóð þakið í ljósum logum. 

Steele náði að koma sér út úr kofanum ásamt helstu nauðsynjum en tókst ekki að bjarga Phil, hundinum sínum. 

Steele gerði ráð fyrir því að maturinn myndi duga honum í mánuð en hann ákvað að halda sig við kofann og vona að einhver kæmi að leita hans.

Að endingu var honum bjargað og Steele sagðist ætla að fara til fjölskyldu sinnar í Utah. „Þau eiga hund og það er ágætismeðferð.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert